Presentation av yrkesprojektet

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 10. bekk í sænsku unnið að stóru verkefni um störf, vinnu og framtíðarmöguleika. Þeir hafa unnið í pörum við að undirbúa og taka viðtöl við sænskumælandi einstaklinga um störf þeirra: Menntun, kröfur og umgjörð starfsins. Þar sem nemendur eru í netnámi fá þeir oftar en ekki samstarfsmann sem þeir þekkja ekki sérlega vel. Vegna fjarlægða sem aðskilur þá þurfa þeir oft að vinna saman - og jafnvel taka viðtalið sitt yfir Skype. Verkefnið reynir á þá og krefst þess að þeir fari út fyrir eigin öryggismörk, en þetta er mjög skemmtilegt og spennandi og lærdómsríkt verkefni. Einn nemandi orðaði það svo: "Þetta er góð æfing. Í lífinu þarf maður oft að vinna með öðrum en vinum sínum." 

Nú er komið að því að skila skriflegri og munnlegri kynningu á niðurstöðum og deila reynslunni með bekknum. Meðal þeirra sem kynntu sinn afrakstur voru þær Birta og Benedikta.

 

IMG 2318