Nordens dage 2017

norden online logo

Nordens dage í Tungumálaveri  22., 23. og 24. nóvember.  Tuttugu og fjórir nemendur úr 9. bekk í norsku og sænsku munu taka þátt í Nordens dage 2017. Þetta er í fjórða sinn sem nemendur í Tungumálaveri taka þátt í Nordens dage.

Verkefnið stendur yfir í þrjá daga og á þeim tíma munu nemendurnir vinna með hópum frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. Verkefnin eru öll unnin í rauntíma. Munnleg samskipti fara fram á Google hang-out; handrit eru skrifuð í Google docs af höfundum sem staddir eru beggja vegna Atlantshafs  og myndbönd eru unnin í hverju landi og send á milli. 

Það taka ekki allir nemendur í 9. bekk þátt. Þeir sækja um þátttöku og skipta verkefninu út fyrir annað skylduverkefni og fá alla vinnu og framlag metið.

Skólastjórar hafa ávallt sýnt þátttöku nemenda mikinn skilning og stuðlað að því að nemendur í norsku og sænsku geti tekið þátt í þessu framsækna verkefni.

Tengiliður við Norden online á Íslandi er Barbro Elisabeth Lundberg, kennari í norsku í Tungumálaveri.