Breytingar í starfsemi Tungumálavers

Á fundi borgarráðs þann 22. febrúar  2019 var samþykkt að breyta starfsemi Tungumálavers. Felur breytingin m.a. í sér að pólskunám í Tungumálaveri verði eingöngu í boði fyrir nemendur með lögheimili í Reykjavík og mun sú breyting taka gildi frá 1. ágúst 2019, í upphafi næsta skólaárs grunnskóla.

 

Á   fundi borgarstjórnar þann 18. júní 2019 var einnig samþykkt ný gjaldskrá fyrir kennslu og kennsluráðgjöf í Tungumálaveri. Þessi gjaldskrá tekur gildi 1. ágúst 2019.

 

 

 

Gjaldskrá

Námsleið

 

Gjald frá 1.8.2019

Kennsluráðgjöf vegna sænsku fyrir nemendur í (6.), 7. og 8. bekk 

Stofngjald fyrir hvern árgang í kennsluráðgjöf

Fyrir hvern nemanda

Ráðgjöf er í boði fyrir nemendur utan höfuðborgarsvæðisins

 

 

66.000,-

6.300,-

Ársgjald fyrir staðnám í sænsku eða norsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk. Kennt 1x2 kennslustundir á viku

 

99.000,-

Ársgjald fyrir netnám í sænsku og norsku í 9. og 10. bekk um landið allt,  eða norsku fyrir nemendur í (6.)7. og 8. bekk utan höfuðborgarsvæðisins

99.000,-