Markmið og leiðir

Markmið og leiðir

 

MARKMIÐ

Byggja upp öflugt tungumálanám í stað - og netnámi fyrir börn sem rætur eiga í öðrum löndum og menningarheimum.

Efla skilvirka ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu bæði á vef og í beinu samstarfi við skóla og kennara, eftir því sem við á hverju sinni.

Stuðla að því að nemendur Tungumálavers viðhaldi tengslum við eigið mál og menningu.

Sjá til þess að kennsla og þjónusta á vegum Tungumálavers verði ávallt fagmannleg og taki mið af framþróun í kennslu í móðurmáli og öðru máli.

Veita nemendum áhugaverð og uppbyggileg, samtímatengd viðfangsefni og kennslu sem taka mið af aðalnámskrá og þörfum nemenda.

Tryggja að netnámið fari fram í öruggu, en örvandi, netsamfélagi þar sem nýttir eru sem flestir möguleikar tækninnar.

 

LEIÐIR

Námið

 • Að endurskoða og endurbæta námsvefi Tungumálavers.
 • Að aðlaga kennsluhætti netnáms í tungumálum að nýju námsumhverfi eftir því sem því verður við komið tæknilega.
 • Að kennslan sé í höndum kennara sem hafa tungumálið að móðurmáli, hafa til þess lært og hafa á valdi sínu kennslufræði greinarinnar.
 • Að staðnám sé í skóla sem næst er búsetu nemenda.
 • Að útbúa stöðupróf fyrir nýnema.
 • Að farkennari vinni út frá þörfum nemenda í náinni samvinnu við heimaskóla.
 • Að staðnám sé í skóla sem næst er búsetu nemenda.
 • Að útbúa stöðupróf fyrir nýnema.
 • Að farkennari vinni út frá þörfum nemenda í náinni samvinnu við heimaskóla.

 Innra starfið

 • Samræma upplýsingar sem fara á námsvefi.
 • Samræma námskrá í greinum sem kenndar eru frá Tungumálaveri.
 • Samræma móttökuferli nemenda tungumálavers og upplýsingar til foreldra þeirra.
 • Samræma matstímabil, matsaðferðir og skil á mati.
 • Samræma áherslur í inntaki náms.

Þjónustan

 • Að endurskoða og endurbæta ytri vef Tungumálavers.
 • Að efni á vef og í bæklingum Tungumálavers veiti ávallt réttar upplýsingar.
 • Endurskoða ráðgjafarþáttinn.
 • Vinna úr þjónustukönnun
 • Koma á rafrænni skráningu nemenda í Tungumálaveri
 • Koma á rafrænu þjónustumati.