Upplýsingar um starfshætti í Tungumálaveri 

 

Námsvísir fyrir pólskukennslu í staðnámi 2016 - 2017

Námsvísir fyrir pólskukennslu í netnámi 

Námsvísir fyrir sænskukennslu í staðnámi í 7. og 8. bekk 

Námsvísir fyrir sænskukennslu í netnámi

Námsvísir fyrir norskukennslu í staðnámi í 6., 7. og 8. bekk

Námsvisir fyrir norskukennslu netnámi

 

 

 

Söðupróf eða ekki: Hugleiðingar norsku- og sænskukennara um beitingu stöðuprófa.

 

  • Í erlendum tungumálum er námskráin sett upp sem stigbundinn viðmiðunarrammi/-matskvarði, sem nemandinn á að geta mátað kunnáttu sína við.
  • Í lárétta ásnum er hæfninni lýst, en í þeim lóðrétta eru skilgreindir færniþættirnir sem unnið er með. 

          Við upphaf formlegs náms og að öllu jöfnu er hæfni nemenda mismikil eftir færniþáttum.

  • Í skipulagi náms í norsku og sænsku er gert er ráð fyrir að nemendur séu á 2. stigi í samskiptum, lestri og skilningi á mæltu máli, þótt eitthvað vanti upp á í ritunarhæfni. 
  • Með því að miða við tiltekið stig í námi frekar en aldur er hægt að koma betur til móts við þarfir nemenda sem eru alla jafna misjafnlega á vegi staddir þótt á sama aldri séu.

    Í viðmiðunum er lögð er áhersla á það sem nemandi getur gert og hvernig hann getur nýtt sér það sem hann hefur tileinkað sér til að öðlast frekari þekkingu, leikni og hæfni.

 

Úr Aðalnámskrá á bls. 123

Nemendur, sem hafa rétt á að velja norsku eða sænsku, þurfa að búa yfir  undirstöðukunnáttu í málunum. Þeir hafa því kynnst samfélaginu, þekkja adalnamskra-grunnskolatjáskiptareglur þeirra og siði. Þeir eru ekki byrjendur í greininni.

Undirstöðukunnátta, sem nemandi þarf að hafa til að geta stundað nám í norsku eða sænsku, er að skilja allvel talaða norsku/sænsku, geta lesið og skilið einfalda norska/sænska texta miðað við sinn aldurshóp og geta gert sig skiljanlegan á töluðu norsku/sænsku máli. Þessi lágmarkskunnátta er nauðsynleg til þess að nemendur geti nýtt sér það norskunám/sænskunám sem í boði er.

Hægt er að nálgast Aðalnámskrá í erlendum tungumálum hér, bls. 122 - 136.