Saga

Saga

Í febrúar 2002 var stofnað Tungumálaver í Laugalækjarskóla.
Það byggir á samþykkt fræðsluráðs Reykjavíkur frá því í maí 2001. Í tungumálaveri færi fram m.a. þróun og framkvæmd fjarkennslu í tungumálum auk kennsluráðgjafar í norsku og sænsku. Jafnframt yrði þar um þróunarstarf að ræða varðandi kennsluvef til fjarkennslu til að kenna tungumál sem valgreinar í 9. og 10. bekk. Tungumálaverið er byggt á þróunarverkefni Norrænu tungumálaráðgjafarinnar í samvinnu við Ísmennt og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.

Tímaás

1971    Kennsla hefst í norsku og sænsku á Íslandi.

1996    Styrkur til Norrænu tungumálaráðgjafarinnar úr Nordmåláætlun NMR til að þróa netnám.

1996     Samkomulag Reykjavíkurborgar við ríkið um að annast ráðgjöf í norsku og sænsku.

1998    Tilraunakennsla í norsku - samstarf Norrænu tungumálaráðgjafarinnar, Ísmennt og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur.

2000    Netnám eingöngu í 9. og 10. bekk í norsku.

2000    Þróunarverkefnið fær Evrópumerkið fyrirTungumálanám á neti

2001    Viðbótarstyrkur úr Nordmåláætlun NMR til að þróa netnámið áfram.

2001    Bókun í Fræðsluráði um stofnun Tungumálavers.

2002    Styrkur úr þróunarsjóði grunnskóla til að þróa netnám í ensku fyrir nemendur með forskot.

2002    Tungumálaverið flyst í Laugalækjarskóla.

2003    Styrkur úr Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur til að þróa netnám í dönsku.

2003    Netnám hefst í dönsku og ensku fyrir börn sem hafa forskot í tungumálinu.

2003    Verkefnið fær Evrópumerkið Framfaramöppur í tungumálanámi

2004    Netnám í sænsku kemst á flug.

2006    Styrkur úr Velferðarsjóði barna til að þróa netnám í móðurmáli innflytjenda.

2008    Staðnám og netnám í pólsku.

2008    Tilraunaverkefni með farkennaraþjónustu í Reykjavík.

2010    Tungumálatorg

2010-2013 Í starfshópi um námskrá í erlendum tungumálum.

 

Ýmis þróunarverkefni

2013 - 2016  Skýrsla: Dansk-1-2-3 et samarbejdsprojekt omkring faget dansk i grundskoler i Island, Færøerne og Grønland

2010    Tungumálatorg

2008    Skýrsla: Aktiviteter, arbejds- og organisationsformer. En forskningsrapport om begynderundervisningen i dansk i den islandske grundskole.

2007    Skýrsla: Vel forstår man dansk. En undersøgelse af lytte- og læseforståelse blandt islandske elever i grundskolens 6. klasse. 

2006    Styrkur til að kanna skilning barna í 6. bekk á dönsku áður en formlegt nám hefst.

2006    Þróunarsjóður grunnskóla til að vinna Stoðnám í íslensku í samvinnu við Íslenskuskólann.

2005    Styrkur úr þróunarsjóði grunnskóla til að kanna enskukunnáttu barna við upphaf enskunáms.

2003    Þátttaka kennara um að aðlaga Evrópsku tungumálamöppuna að íslenskum aðstæðum.

 

Þátttaka nemenda í samstarfsverkefnum

2014, 2015, 2016: Þátttaka í Nordens dageverkefni þar sem nemendur eiga í beinum samskiptum við jafnaldra á netinu.

 

Birtar greinar um Tungumálaverið, umfjöllun og tilvitnanir.

2018   Sólveig Jakobsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. (2018). The development of K-12 online and blended learning in Iceland. Í K. Kennedy og R. Ferdig (ritstj.), Handbook of K-12 online and blended learning research (2. útgáfa, bls. 649-664). Pittsburgh, PA: ETC Press. Sótt af http://repository.cmu.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1081&context=etcpress

2017     Shiomi KADOYA í Japanese Yomiuri newspaper: Tungumálaverið og tungumálakennsla í íslenskum skólum. 

2015     Ágúst Tómasson. Moodle nær og fjær: blandað nám í samfélagsfræði á unglingastigiM.Ed. ritgerð við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, bls. 7,19, 20, 49. Skemman.is

2015     Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Tungumálaver: Í þjónustu allra grunnskóla. Málfríður - tímarit samtaka tungumálakennara - Sumar 2015.

2013     Gry Ek Gunnarsson, Tungumálaver: Hugleiðingar norsku- og sænskukennara um beitingu stöðuprófa. Erindi flutt á örráðstefnu STÍL, Samtaka tungumálakennara á Íslandi.

2012     Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. Lærernetværk og professionel udvikling. Sprogforum. tidskrift for sprog- og kulturpædagogik. nr. 54/maj 2012

2012     Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Ný námskrá í erlendum tungumálum fyrir grunnskólann. Málfríður - tímarit samtaka tungumálakennara - 2/2012

2011    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Tungumálatorg - Vettvangur tungumálanáms- og kennslu. Málfríður - tímarit samtaka tungumálakennara - 1/2011

2009     Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Anna Filinska. Pólska í Tungumálaveri. Málfríður - tímarit samtaka tungumálakennara - 1/2010

2006    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2006). At undervise grundskoleelever i sprog via internettet. Í P. Nielsen (Ritstj.), Innovation og aflæring. Den 9. nordiske læreruddannelseskongres, Færøerne.(bls. 302 - 314). Tórshavn: Føroya Læraraskúli.

2003    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2003). Framfaramöppur í tungumálanámi. Málfríður–Tímarit samtaka tungumálakennara. 2/2003.

2003   Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2003). „Ég er alveg góð í skóla – ég fæ bara ekki háar einkunnir.” Glæður, 1 og 2: 48 – 44.

2002   Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2002). Netnám og nemendasjálfstæði.

Meistaraprófsritgerð við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

 2000    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (2000) Barn lærer norsk via nettet på Island. KLIKK - magasin om utdanning og læring - 05.05.2000.

1999    Brynhildur Anna Ragnarsdóttir (1999). Norsku-og sænskukennsla á neti. Tilraunaverkefni. Málfríður - tímarit samtaka tungumálakennara - 2/99

 


Í dagblöðum

Tungumálaverið og tungumálakennsla í íslenskum skólum í jaönsku dagblaði 2017

Hallar á norræn tungumál í íslenskum grunnskólum, Fréttablaðið 2015

Tungumálanám með Tölvum, Morgunblaðið 2006

Tungumálaver opnað í Laugalækjarskóla, Morgunblaðið 2002