Þjónusta

Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám.

Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum.

 

Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan.

 

banner simple

Verkaskipting milli skóla, kennara, nemenda og foreldra í netnámi og staðnámi

Við vinnum saman að góðum árangri nemenda í Tungumálaveri.

Skólinn ber ábyrgð á

 • að skrá nemendur á skráningarsíðu Tungumálavers
 • að sjá nemendum fyrir starfsaðstöðu við tölvu með netaðgengi
 • að fylgja eftir ábendingum netkennara
 • að skrá fjarvistir í Mentor
 • að skrá einkunnir á einkunnaspjald.

Kennari

 • fylgir þeirri námskrá sem í gildi er.
 • útbýr og velur námsefni sem er í samræmi við þarfir nemenda.
 • veitir foreldrum og nemendum upplýsingar um verklag, áætlanir og annað það sem varðar kennsluna.
 • stendur skil gagnvart heimaskóla um fjarvistir og námsmat og námsframvinu í lok hvers misseris.
 • kennir og leiðbeinir nemendum í tímum, í síma í tölvupósti.
 • fylgist með í faginu og því sem efst er á baugi í Noregi, Svíþjóð eða Póllandi.

Nemandi

 • les, talar og hlustar á norsku/sænsku eða pólsku og eins oft hann/hún hefur tök á.
 • mætir í allar kennslustundir.
 • vinnur heima í hverri viku.
 • skilar verkefnum á réttum tíma.
 • man að hann getur unnið í öllum dönskutímum.
 • tekur þátt í tímum eða verkefnum netnámi.
 • spyr um allt milli himins og jarðar!
 • fylgist með á vefsvæðinu og á Facebook

Foreldrar

 • tala norsku/sænsku/pólsku heima (alla vega öðru hvoru)
 • veita aðgang að sjónvarpi, bókum o.s.f á norsku/sænsku/pólsku á heimilinu.
 • minna heimaskólann á að nemendur geti stundað heimanám/netnám í norsku/sænsku/pólsku í dönskutímum.
 • fylgjast með vefsvæðinu og Facebook. Þannig geta foreldrar fylgst með framlagi og framgangi nemandans.
 • senda kennaranum skilaboð í tölvupósti, SMS eða í skilaboðum á Facebook ef nemendur geta ekki mætt á réttum tíma eða ef hann/hún hefur fengið leyfi í heimaskóla.