Ráðgjöf

 

Kennsluráðgjafi 
 • veitir upplýsingar og svarar fyrirspurnum um norsku-, pólsku- og  sænskukennsluna
 • veitir ráðgjöf um nám og kennslu til skóla, kennara, foreldra og nemenda
 • gerir kennsluáætlun til viðmiðunar 
 • velur, þróar og aðstoðar við val á námsefni
 • semur og fer yfir stöðupróf frá nýjum nemendum
 • aðstoðar við námsmat, útvegar próf, úrlausnir á prófum og endurgjöf á mat kennara
 • hefur umsjón með ítarefni, s.s. myndbandsspólur, bækur og aukaverkefni
  Skólar geta óskað eftir
 • aðstoð við val og útlán á náms- og ítarefni
 • ráðleggingum um námsefni við hæfi einstakra nemenda
 • að fá sent efni úr safni Tungumálavers eftir samkomulagi
 • endurgjöf á námsmati, þegar úrlausnir og leiðréttingalyklar koma ekki að  haldi
 • stöðumati miðað við ákvæði námskrár
 • upplýsingum um stöðu nemenda þegar kemur að námsmatsskilum skóla
 • þurfa að hafa samband við ráðgjafa og lýsa óskum sínum nánar
   
ATH! Nemandinn er alltaf á ábyrgð heimaskóla. Markmiðið með ráðgjöfinni er að aðstoða þá kennara og leiðbeinendur sem hafa með höndum norsku, pólsku og sænskukennsluna í heimaskóla við að gera kennsluna betri og markvissari.