Þróunarverkefni

Þróunarverkefni

Frá stofnun hafa starfsmenn Tungumálavers átt frumkvæði að fjölmörgum þróunarverkefnum sem tengd eru netnámi og tungumálakennslu.

Netnámið í norsku, sænsku, dönsku og ensku er eitt samfellt þróunarverkefni þar sem þróað er námsefni og kennsluhættir jafnt og þétt.

Þróunarverkefni sem unnin voru á vegum Tungumálavers skólaárið 2008 – 2009

  • Pólska fyrir nemendur af pólskum uppruna. Námið fer fram á sama hátt og norska og sænska bæði í staðnámi og netnámi innan borgarmarkanna. Kennsla í pólsku í netnámi er í boði fyrir börn af öllu landinu.

Þróunarverkefni sem unnin verða í Tungumálaveri skólaárið 2009 - 2010

  • E-Twinning verkefni í norsku og sænsku með þátttöku nemenda frá öllum Norðurlandaþjóðunum.
  • E-Twinning verkefni í sænsku með þátttöku nemenda frá Íslandi og Svíþjóð. Isländska tomtar och svensk Lucia.
  • "Ferðir storksins um Pólland"  er samvinnuverkefni pólskra nemenda sem búsettir eru erlendis. Til verkefnisins er stofnað af kennurum þeirra sem allir tóku þátt í námi á vegum háskólans í Lublin um kennslu pólskra barna erlendis.

Þróunarverkefni tungumálavers hafa notið styrkja úr þróunarsjóðum menntamálaráðuneytis, Menntasviðs Reykjavíkur, Norrænu ráðherranefndarinnar, Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur um dönskukennslu á Íslandi, utanríkisráðuneytum Noregs og Svíþjóðar, ræðismannsskrifstofu Póllands á Íslandi og Velferðarsjóði barna.