Ytri aðbúnaður

Aðstaða í heimaskóla Æskilegast er að nemendur geti stundað fjarnám á skólatíma þegar samnemendur eru í dönsku og ensku.

Staðsetning
Nemendur þurfa að hafa forgang að nettengdri tölvu í þeim tímum sem þeir stunda fjarnámið.

Tölvan þarf að vera staðsett þar sem er næði, annað hvort á bókasafni, vinnuherbergi eða tölvustofu.

Notendanafn og lykilorð
Notendanafn og lykilorð nemenda eru á ábyrgð heimaskóla.

Tækjakotsur
Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að hraðvirkri, nettengdri tölvu sem er í góðu ásigkomulagi og geti nýtt sér bæði Explorer og Firefox eftir því sem við á. Heyrnartól og hljóðnemar þurfa að vera staðalbúnaður á tölvum sem netnemar fá úthlutað til notkunar ásamt forritunum: Skype, MediaPlayer, Audacity og Picasa, sem öll skipta sköpum í hlustunar-, munnlegum verkefnum og samskiptum milli kennara og nemenda. Einnig þurfa þeir að hafa greiðan aðgang að helstu ritvinnsluforritum, s.s. Word, PowerPoint og Front Page. Viðeigandi orðabækur

Tengiliður
Nemendur og fjarkennari þurfa að vita af einhverjum í heimaskóla sem þeir geta leitað til um aðstoð við tækni og ef þarf að hringja í kennara.