Forsíðufréttir

Námsefni í sænsku fyrir nemendur í 10 bekk

Komið er námsefni fyrir nemendur í 10. bekk: Klara språket eftir Anna Ivarsson. Námsefnið er þannig úr garði gert að nemendur eiga að geta unnið sjálfstætt heima og í dönskutímum.  Gögnin verða send á landsbyggðina, en óskað er eftir því að skólar á höfuðborarsvæðinu nálgist gögnin í Hvassaleisisskóla við Stóragerði - suðurenda sem allra fyrst.

9789127734876 200x klara spraket haftad

 

 

Sænskukennsla frestast enn um sinn

Því miður verður einhver bið á því að kennsla í sænsku geti farið fram, þar sem enn er verið að leita að sænskukennurum. Við biðjum skóla að hafa samband við foreldra barnanna og segja þeim frá stöðu mála.

Við biðjum því foreldra að sýna þessu ástandi skilning og hvetjum nemendur til að halda sænskunni við með því að lesa bækur og hlusta/horfa á sænska miðla.

Í tungumálasamningi Norðurlandanna skuldbinda þjóðirnar sig til að kynna grannmálin fyrir nemendum sínum. Oft hefur farið lítið fyrir þessum kynningum hér á landi og annars staðar. Því hvetjum við nemendur til að rækta hæfni í skilningi á grannmálunum með því að sækja dönskutíma í skólanum. Í dönskutímum geta sænskunemar fengið æft skilning á mæltu og rituðu dönsku máli. Ekki er þó ætlast til að þeir æfi sig dönsku tal- eða ritmáli. Nemendur geta unnið verkefni með samnemendum, en skila úrlausnum á sænsku.

Vilji menn taka framförum í ritmáli er góð leið að skrifa dagbók/minningar/allt sem pirrar og gleður - skrifa lýsingar á deginum og vangaveltum um lífið og tilveruna - bara stutt á hverjum degi. Þannig virkja nemendur orðaforða og auka málvitund. Skrifi nemendur þetta í tölvu geta þeir stillt á sænskt lyklaborð og fengið málfars- og stafsetningarleiðréttingu. Aðalatriðið er að nota tungumálið í eðlilegum aðstæðum.

Einnig má benda á að ágætis hlustunar/áhorfsverkefni á SVT-play og idol á tv4 play er mjög vinsælt meðal unglinga.

Kennsla hefst í norsku og pólsku

Kennsla hefst í norsku og pólsku frá og með 10. september.

 

Norskukennsla fyrir nemendur í 7. og 8. bekk  mun fara fram á þremur stöðum:

  • á þriðjudögum í Kópavogsskóla kl. 15:30 (hefst 11. september)
  • á miðvikudögum í Ártúnsskóla kl. 15:30  (frá og með 12. september)
  • á fimmtudögum í Hlíðaskóla kl. 15:00  (frá og með 13. september)

Kennari í staðnáminu verður Arnhild Mölnvik (arnhildmThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">@yahoo.no)

Verkefnisstjóri í norsku er Barbro Elisabeth Lundberg (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Barbro sér um alla fjarkennslu í 9. og 10. bekk og hefur umsjón með nemendum í skólum utan Reykjavíkur, og nemendum í 5. og 6.bekk.

 __________________________________________________________________

Pólska

Pólskukennsla fyrir nemendur í 7. og 8. bekk fer fram í Háaleitisskóla í stofu 203 á þriðjudögum kl 15:30 (frá og með 11. september)

Verkefnisstjóri í pólsku er Katarzyna Jolanta Kraciuk (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)  Hún sér um alla fjarkennslu í 9. og 10. bekk.

Nauka języka polskiego dla klas 7 i 8 będzie się odbywała w szkole í Háaleitisskóli we wtorki o godz. 15.30 / począwszy od 11 września / Osoba odpowiedzialna za organizację zajęć z  języka polskiego  to Katarzyna Kraciuk, który uczy też klasy 9 i 10 on line (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

__________________________________________________________________

Sænska

Því miður verður einhver bið á því að kennsla í sænsku geti farið fram, þar sem enn er verið að leita að sænskukennurum. Við biðjum skóla að hafa samband við foreldra barnanna og segja þeim frá stöðu mála.

Við biðjum því foreldra að sýna þessu ástandi skilning og hvetjum nemendur til að halda sænskunni við með því að lesa bækur og hlusta/horfa á sænska miðla.

Í tungumálasamningi Norðurlandanna skuldbinda þjóðirnar sig til að kynna grannmálin fyrir nemendum. Slíkt ákvæði er að finna í Aðalnámskrá í hæfniviðmiðum um erlend tungumál. Oft hefur farið lítið fyrir þessum kynningum hér á landi og annars staðar. Því hvetjum við nemendur til að rækta hæfni í skilningi á grannmálunum með því að sækja dönskutíma í skólanum. Í dönskutímum geta sænskunemar fengið æft skilning á mæltu og rituðu dönsku máli. Ekki er þó ætlast til að þeir æfi sig dönsku tal- eða ritmáli. Nemendur geta unnið verkefni með samnemendum, en skila úrlausnum á sænsku.

Vilji menn taka framförum í ritmáli er góð leið að skrifa dagbók/minningar/allt sem pirrar og gleður - lýsingar á deginum og vangaveltum um lífið og tilveruna - bara stutt á hverjum degi. Þannig virkja nemendur orðaforða og auka málvitund. Skrifi nemendur þetta í tölvu getur þeir stillt á sænskt lyklaborð og fengið málfars- og stafsetningarleiðréttingu. Aðalatriðið er að nota tungumálið í eðlilegum aðstæðum.

Hlustunar/áhorfsverkefni er að finna á SVT-play - Idol á tv4 play er mjög vinsælt meðal unglinga.

Skolestart 2018

Af óviðráðanlegum orsökum mun kennsla í norsku, sænsku og pólsku frestast um óákveðinn tíma.