Forsíðufréttir

Fréttir í júní 2013

Í fréttabréfinu minnum við á mikilvægi þess að pólskir/erlendir nemendur eigi góðan aðgang að íslenskum skáldsögum  á pólsku/eigin móðurmáli.

Skólar eru beðnir um að skrá nemendur á þeirra vegum sem allra fyrst.

Sagt er frá styrkjum og nýjum samstarfsaðilum, heimsóknum að utan og þátttöku starfsmanna í fundum, ráðstefnum og námskeiðum erlendis.

blåklint

Njótið sumarsins sem allra best - og takk fyrir samstarfið í vetur.            

Anna, Barbro, Erika, Gry og Brynhildur

Fréttir í maí 2013

Most great learning happens in groups. Collaboration is the stuff of growth.-Sir Ken Robinson Ph.D.

  • Próftafla: Hvenær er prófað, hvar er prófað og hvernig fer prófið fram?
  • Innritun nýrra nemenda og flutningur upplýsinga um nemendur á milli ára.
  • Samvinnuaðferðir sem hægt er að finna á netinu.
  • Ýmislegt annað.   

Sjá fréttabréfið efst í vinstri dálki á síðunni.

 Próftafla vorið 2013

Tungumál

Dagur

Staður

Tími

Norska 7./8.

14. maí

Ártúnsskóli

15:45—17:05

Norska 7./8.

16. maí

Laugalækur

15:30—16:50

Norska 9./10.

15. og16. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

Pólska 7./8.

16. maí

Laugalækur

15:45 – 17:05

Pólska 7./8.

14. maí

Fellaskóli

14:10 - 15:20

Pólska 7./8.

14. maí

Fellaskóli

15:30 – 16:50

Pólska 9./10.

6.- 10. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

Sænska 7./8.

14. maí

Ártúnsskóli

15:45—17:05

Sænska 7./8.

16. maí

Laugalækur

15:30 – 16:50

Sænska 9./10.

13.- 16. maí

Rafrænt á netinu

Tveggja tíma próf

 

 

 

Lestur drengja og karlmennskuímyndin

Gunilla Molloy er dósent í sænsku með áherslu á kennslufræði við Stokkhólmsháskóla. Hún segir að það sé ekki að skólanum að kenna að lestrarhæfni drengja hrakar. Drengir lesa síður fagurbókmenntir þar sem þeim finnst það ókarlmannlegt. Þar með verður erfiðara fyrir þá að skilja annað fólk að mati Gunilla Malloy. 

Í lýðræðislegu samfélagi á lestur fagurbókmennta ekki að þurfa að skilja kynin að, heldur sameina þau í umræðum um hvernig annað fólk hugsar og finnur til og lifir.

Pojkar läser bara om män också läser (Strákar lesa bara ef þeir sjá karlmenn lesa)

Fréttir í apríl

De ting der betyder noget, er de ting der tager tid (Birgitte Nyborg, Borgen III)

Fréttabréfið birtist með fyrra fallinu vegna páskahátíðarinnar.

  • Þátttaka nemenda í innra eftirliti bætir nám og kennslu
  • Niðurstöður úr nemendakönnun meðal norskunema
  • Minnt er á innritun nemenda fyrir skólaárið 2013 – 2014
  • Þóknun hækkar örlítið
  • Tímar fyrir nemenda- og foreldraviðtöl í pólsku og sænsku í apríl.

 

     Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Glad påsk! Gleðilega páska! God påske!

 

orange flower