Forsíðufréttir

Norræna ráðherraráðið verðlaunar efni til tungumálanáms

Norrænu félögin og Snöball Film fengu viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir gott efni til náms og kennslu í tungumálum. Bæði verkefnin eru frumleg vefsvæði sem munu styrkja málskilning barna og unglinga á Norðurlöndum.  

Orðaforði

Hugmynd frá Erika Frodell, kennsluráðgjafa í sænsku

lycka_r

Námskeið um lestur og lesskilning

Námskeið á vegum Félags norsku- og sænkukennara 

Tími: 21. og 22. október 

Staður: Laugalækjarskóli

Námskeiðið er ókeypis.

FNOS-mynd-300x84

Fyrirlesari: Gro Ulland frá Háskólanum í Bergen.

Efni:

• Lesestimulering og bruk av litteratur i undervisningen.

• Bildebokens virkemidler.

• Barnelitteraturen og den digitale revolusjon.

• Leseforståelse og arbeid med lesestrategier i alle fag.

Sjá dagskrá námskeiðsins á Tungumálatorgi 

Áhugasamir snúi sér til Erika Frodell, formanns FNOS

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sími: 5887509

Fréttir í október

Efni fréttabréfsins 

Autumn-Maple-Leaf

 • Ný heimasíða, ný slóð og innritunarkerfi
 • Kennsluráðgjafar heimsækja skóla
 • Innlendir og erlendir gestir
 • Smásagnakeppni í ensku:  frábært framtak Renata Peskova Emilsson í Hlíðaskóla
 • Tungumálatorg
  • Topic-based projects frá Björgu Jónsdóttur í Hofsstaðaskóla
  • Efni fyrir skóla fjölmenningar á pólsku, litháísku, spænsku og víetnömsku
  • Væntanlegt er efni, samskiptaverkefni og námskeið

Efni fyrir skóla fjölmenningar

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum er sett út nýtt efni á Tungumálatorg fyrir skóla fjölmenningar.

Unnir hafa verið textar við leiðbeiningar til foreldra um Mentor á vietnömsku, pólsku, litháísku og spænsku.

Á hverju svæði eru einnig eyðublöð fyrir foreldra, sem unnin eru í samvinnu við skóla – og frístundasvið Reykjavíkur, til að óska eftir undanþágu frá skyldunámi í erlendu tungumáli og til að fá viðukenningu skóla á kunnáttu nemenda í eigin tungumáli sem hluta af skyldunámi.

Efnið er gert til að auðvelda foreldrum aðfluttra barna við að fóta sig í rafrænu umhverfi íslensks skóla, nálgast upplýsingar um börn sín og fylgjast með gengi þeirra og framförum.

Efnið er unnið fyrir styrk frá Innanríkisráðuneyti sem ætlaður er til mannréttindamála af þeim Lolita Urboniene sem skrifar á litháísku, Lourdes Pérez Mateos á spænsku, Anh-Dao Tran á víetnömsku, auk Emilia Młinska sem ber ábyrgð á pólsku síðunni.