Forsíðufréttir

ISLEX - veforðabókin opnar

Þann 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, mun íslensk-skandínavíska veforðabókin ISLEX verða opnuð. ISLEX er orðabókarverk sem er unnið á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabókar Háskólans) í samstarfi við háskóla- og rannsóknarstofnanir á Norðurlöndum: Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier (LLE) við háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Gautaborgarháskóla. Þetta er sex ára verkefni og var stefnt að því að ljúka verkinu á árinu 2011 þegar Háskóli Íslands fagnaði 100 ára afmæli sínu.

Af vef Árnastofnunar

Tungumálatorg ársgamalt

Tungumálatorgið var formlega opnað á Degi íslenskrar tungu árið 2010 og fagnar því eins árs afmæli í dag. 

Tungumálaver er stoltur aðili að Tungumálatorginu og óskar öllum þeim sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar til hamingju með daginn!

 

 

 

 

 

 

Fréttir í nóvember

Ef nemandi hefur náð góðum tökum á lestri á móðurmáli sínu flyst sú færni á milli tungumála svo fremi þau séu með sama ritkerfiBirna Arnbjörnsdóttir 2007

Efni fréttabréfsins

Pólska kennslustofan

  • Skapandi ritun, heimanámsaðstoð og fundir með foreldrum og nemendum.

Sænska kennslustofan

Norska kennslustofan

Áhugavert efni

Tungumálatorg

  • Námskeið um notkun farsíma í tungumálakennslu
  • Samskiptaverkefni fyrir nemendur á Norðurlöndum

Norræna ráðherraráðið verðlaunar efni til tungumálanáms

Norrænu félögin og Snöball Film fengu viðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir gott efni til náms og kennslu í tungumálum. Bæði verkefnin eru frumleg vefsvæði sem munu styrkja málskilning barna og unglinga á Norðurlöndum.  

Orðaforði

Hugmynd frá Erika Frodell, kennsluráðgjafa í sænsku

lycka_r