Forsíðufréttir

Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hvetur skóla, aðrar fræðslustofnanir og hagsmunaaðila til að taka þátt í Evrópska tungumáladeginum  26. september 2011.
evr-tungum-100
Norræna ráðherranefndin hefur að undanförnu staðið að verkefni með það að markmiði að efla norræna málvitund og málskilning (Nordisk sprogkampagne). Einnig er rétt að benda á yfirlýsingu um norræna tungumálastefnu en eitt af markmiðum hennar er að allir Norðurlandabúar geti átt samskipti sín á milli helst á norrænu tungumáli. Kjörið er að nýta Evrópska tungumáladaginn 2011 til að stuðla að norrænni málvitund.

Haldið hefur verið upp á tungumáladaginn frá árinu 2001 í samstarfi við Evrópuráðið og Evrópusambandið. Þennan dag er lögð áhersla á fjölbreytni tungumála í Evrópu og mikilvægi tungumálanáms og er hann haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða.

Af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Dagskrá verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands mánudaginn 26. september nk. og hefst kl. 16:00.

Leiðbeiningar um Mentor á pólsku

Á Tungumálatorgi hefur verið komið fyrir pólskri útgáfu af skjámyndum Mentors um aðgang foreldra/aðstandenda að Mentor. Starfsmenn skóla eru hvattir til að vekja athygli foreldra á þessari síðu.

Strætisvagnamiðar fyrir nemendur í norsku, pólsku og sænsku

Samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði Reykjavíkur á barn rétt á strætisvagnamiðum frá sínum skóla ef kennslan sem barnið sækir kemur í staðinn fyrir skyldunám í skólanum. Þetta á við um greinar eins og norsku, sænsku og pólsku sem nemendum býðst að taka í stað dönsku.

Lærdansk Århus í heimsókn

arhus

Hópur kennara frá Lærdansk í Árósum kom í heimsókn í Tungumálaver, þriðjudaginn 30. ágúst.

Lærdansk er miðstöð dönskukennslu fyrir útlendinga í Árósum og eru með sérstök námskeið fyrir norðurlandabúa og háskólastúdenta.

 

Fréttir í september

Efni fréttabréfsins

  • Yfirlit yfir stundaskrá og kennslustaði staðnáms.
  • Kennsla í staðnámi hefst þriðjudaginn 30. september.
  • Námsáætlun og yfirlit yfir þemu haustmisseris.
  • Keppni í smásagnaritun í þremur flokkum. Áhugavert framtak enskukennara í Hlíðaskóla.   
  • Höstträff norsku- og sænskunema.
  • Spennandi fyrirlestrar í boði Háskóla Íslands.