Forsíðufréttir

Strætisvagnamiðar fyrir nemendur í norsku, pólsku og sænsku

Samkvæmt upplýsingum frá Menntasviði Reykjavíkur á barn rétt á strætisvagnamiðum frá sínum skóla ef kennslan sem barnið sækir kemur í staðinn fyrir skyldunám í skólanum. Þetta á við um greinar eins og norsku, sænsku og pólsku sem nemendum býðst að taka í stað dönsku.

Lærdansk Århus í heimsókn

arhus

Hópur kennara frá Lærdansk í Árósum kom í heimsókn í Tungumálaver, þriðjudaginn 30. ágúst.

Lærdansk er miðstöð dönskukennslu fyrir útlendinga í Árósum og eru með sérstök námskeið fyrir norðurlandabúa og háskólastúdenta.

 

Fréttir í september

Efni fréttabréfsins

  • Yfirlit yfir stundaskrá og kennslustaði staðnáms.
  • Kennsla í staðnámi hefst þriðjudaginn 30. september.
  • Námsáætlun og yfirlit yfir þemu haustmisseris.
  • Keppni í smásagnaritun í þremur flokkum. Áhugavert framtak enskukennara í Hlíðaskóla.   
  • Höstträff norsku- og sænskunema.
  • Spennandi fyrirlestrar í boði Háskóla Íslands.