Forsíðufréttir

Dag #2

Verkefni #1

Nemendur horfa á kynningarmyndbönd frá félögum í öðrum löndum - tala um kynningarnar og nota þau sem upplýsingaveitu fyrir "hangout" samtöl dagsins. Það þarf að semja spurningar til að 15 - 20 samtal við fjóra ólíka skóla gangi hnökralaust fyrir sig.

Verkefni #2

Að semja handrit að kvikmynd sem fellur að þemanu "Inn i felleskapet". Kvikmyndin verður tekin upp og unnin á þriðja degi. Nemendur hafa sjálfir val um útfærslu á verkefninu - hvers konar kvikmynd þau búa til, en í myndinni verða að koma fyrir að minnsta kosti 10 orð/setningar á dönsku!

Dag #1 - 2

Verkefni #2

Nemendur skila myndbandsverkefni og fá aðstoð við að setja það út á vef verkefnisins. Í þessu verkefni var lögð áhersla á nemendurna sjálfa og hvernig þeir vilja kynna nærumhverfi sitt fyrir jafnöldrum á Norðurlöndunum. Lögð er áhersla á að þeir noti orð og frasa sem þeir hafa lært úr öðrum norðurlandamálum.

IMG 1699  IMG 1700  IMG 1701  IMG 1704  IMG 1705  IMG 1706

Dag #1 -1

Verkefni #1

Að nota "hangout" til að tala við hópa frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Unnið er í fjögurra manna hópum. Hóparnir kynna sig, aðstæður sínar og áhugamál. Eins og sjá má, eru allar tiltækar vistarverur og auð skúmaskot nýtt. Áhersla er á grannmálin þrjú: norsku, sænsku og dönsku. Nemendur æfa sig í að skilja hvert annað og kynna hinum gagnleg orð og frasa sem auka gagnkvæman skilning.

Verkefni 1  IMG 1680  IMG 1683  IMG 1687  IMG 1690  IMG 1691  IMG 1692  IMG 1693

 

Þátttakendur í Nordens dage 2017

Allur hópurinn

Nordens dage 2017

norden online logo

Nordens dage í Tungumálaveri  22., 23. og 24. nóvember.  Tuttugu og fjórir nemendur úr 9. bekk í norsku og sænsku munu taka þátt í Nordens dage 2017. Þetta er í fjórða sinn sem nemendur í Tungumálaveri taka þátt í Nordens dage.

Verkefnið stendur yfir í þrjá daga og á þeim tíma munu nemendurnir vinna með hópum frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð. Verkefnin eru öll unnin í rauntíma. Munnleg samskipti fara fram á Google hang-out; handrit eru skrifuð í Google docs af höfundum sem staddir eru beggja vegna Atlantshafs  og myndbönd eru unnin í hverju landi og send á milli. 

Það taka ekki allir nemendur í 9. bekk þátt. Þeir sækja um þátttöku og skipta verkefninu út fyrir annað skylduverkefni og fá alla vinnu og framlag metið.

Skólastjórar hafa ávallt sýnt þátttöku nemenda mikinn skilning og stuðlað að því að nemendur í norsku og sænsku geti tekið þátt í þessu framsækna verkefni.

Tengiliður við Norden online á Íslandi er Barbro Elisabeth Lundberg, kennari í norsku í Tungumálaveri.