Forsíðufréttir

Nordens dage 23. - 25. nóvember

Í þriðja sinn taka nemendur í Tungumálaveri þátt í Nordens dage. Í ár verða þátttakendur 24 nemendur í 9. bekk í norsku og sænsku.

Nordens Dage er et interaktivt digitalt undervisningsforløb, hvor skoleelever fra hele Norden kan kommunikere og samarbejde på tværs af klasser og lande-grænser. I arbejdsforløbet sætter man fokus på Norden og de tre sprog svensk, norsk og dansk.

Nemendur nota tölvur til samskipta og sköpunar. Þeir spjalla saman og útbúa myndbönd. Nemendur kynnast unglingum frá hinum Norðurlöndunum og æfast í að skilja fjölbreytt hljómfall tungumálanna

Nóvember 2016

Í fréttabréfinu er fjallað um

 • mikilvægi hlustunar í tungumálanámi og gefin dæmi um hvernig best er að undirbúa hlustunarverkefni.
 • hvernig kennari getur liðkað fyrir skilningi nemenda á mæltu máli.
 • ólíkar kröfur við skil á B.A./M.A. og Bed og Med verkefnum.
 • þátttöku nemenda í norsku og sænsku í Nordens dage.
 • áhugaverðar uppákomur í nóvember. 
 • Orð mánaðarins er: "rökkur"
 • Ljóð mánaðarins er "Hjerter dame" eftir Kim Larsen.

 

hlustun

Norskir kennaranemar

Kennaranemar frá háskólanum í Þrándheimi litu við í Tungumálaveri fimmtudaginn 13. október 2016 í árlegri heimsókn sinni til Íslands. 

Norskir kennaranema 13 10 2016

Fréttir í október 2016

Efni fréttabréfsins

Til skólans

 • Hugtök í stærðfræði á mörgum tungumálum.
 • Minnt er á Menntakviku, 7. október.

Til kennara

 • Í fréttabréfinu er fjallað um aðferðir við að nota tungumálið til samskipta. 
 • Orð mánaðarins er: "úrkoma"
 • Ljóð mánaðarins er "Regnbyen Bergen" eftir danska skáldið Halvdan Rasmussen

 

stigvel

Höstträff - Høstreff í Heiðmörk

Sameiginlegt Höstträff/Høsttreff norsku- og sænskunema og foreldra þeirra var haldið í Heiðmörk mánudaginn 19. september. Útivist í öllum veðrum er afar norrænt frístundagaman. Tilgangurinn með hausthátiðinni er að nemendur í Tungumálaveri og aðstandendur þeirra kynnist þvert á tungumálin og noti bæði málin við skemmtilegar og óformlegar aðstæður. Að venju var farið í ratleik, bakað pinnabrauð og grillað.

heidmork 2016