Forsíðufréttir

Júní 2017

Í fréttabréfinu er fjallað um

 • Ljúkið INNRITUN fyrir skólaárið 2017 - 2018 sem fyrst
 • Mikilvægi tengiliða heimaskóla við starfsmenn Tungumálavers
 • Sögupíramíði: Gagnlegar stoðir við að semja einfalda frásögn.
 • Skráning vitnisburðar í pólsku. 
 • Orð mánaðarins er: "Jónsmessa"
 • Ljóð mánaðarins er  "Vasketøj vejer for vinden" úr Årstiderne eftir Benny Andersen

klover

17. maj 2017

Gratulerer med dagen, Barbro, Arnhild og elever i norsk.

17maj

Fundur með tengiliðum 8. maí

Tengiliðir heimaskóla við Tungumálaver eru ómetanlegir samstarfsmenn.  Fimmtán þeirra sáu sér fært að koma í heimsókn 8. maí. Þeir fengu kynningu á verinu, innlit inn í leyndardóma skráningarkerfisins og framkvæmd á staðnámi og netnámi. Við þökkum þeim fyrir komuna og samveruna.  Stefnt verður á annan fund í upphafi komandi skólaárs.

IMG 0288

Maí 2017

Í fréttabréfinu er fjallað um

 • INNRITUN er hafin fyrir skólaárið 2017 - 2018
 • Fundur með tengiliðum Tungumálavers 8. maí
 • Úr umbótakönnun með þátttöku nemenda í netnámi
 • Nemendamiðuð próf: Munnleg próf!
 • Orð mánaðarins er: "viðvörun"
 • Ljóð mánaðarins er  "Sommar, sommar, sommar"  eftir Eric A. Sandstrom. Sten Roland
 • Mynd mánaðarins er "Solägget" eftir Elsa Beskow

solagget

 

 

Heimsókn frá Kristiansand í Noregi

Í morgun komu í heimsókn 25 starfsmenn frá Mottaksskolen í Kristiansand í Noregi. Þeir eru fulltrúar 10 tungumála. Í Mottaksskolen fá nýaðfluttir nemendur fyrstu kynni af norsku skólakerfi og norskri tungu. Þeir hafa komið til Noregs sem flóttamenn, hælisleitendur eða innflytjendur. Nemendur eru í skólanum þar til þeir hafa náð tilætluðu valdi á munnlegri og ritaðri norsku. Þá flytjast þeir hver í sinn hverfisskóla og fylgir þá hverju barni einstaklingur sem talar móðurmál barnsins og styður það í því sem nefnt er "tospråklig fagoplering" þar til barnið hefur náð fótfestu.

IMG 02401  IMG 02411  IMG 02421  IMG 02431