Forsíðufréttir

Framhaldsskólaumsókn

Nemendur í 10. bekk sem áætla að sækja um í framhaldsskóla munu ekki þurfa að senda inn einkunnir með umsóknum á vormánuðum. Voreinkunnir munu skólarnir setja inn á skólagáttina í lok vetrar og gilda þær við inntöku í framhaldsskóla.

 

Sænskukennari

Ráðinn hefur verið sænskukennari við Tungumálaver sem mun hafa umsjón með fjarnámi í 9. og 10. bekk og hefst kennsla strax eftir jólaleyfi. Kennarinn mun fljótlega vera í sambandi við foreldra og forráðamenn nemenda varðandi námið.

Jólapróf netnám

20/11-2018

Nemendur í netnám í norsku og pólsku taka jólapróf í þessa og næsta viku. 

Kennsla hefst í sænsku í 7. og 8. bekk

Kennsla í sænsku í 7. og 8. bekk mun fara fram á eftirfarandi stöðum.

Dagur Tími Staður Kennari
Mánudagur 15:30-16:50 Ártúnsskóli Erika Frodell
Þriðjudagur 15:00-16:20 Hagaskóli 8. bekkur Ásdís Kalman
Fimmtudagur 15:30-16:50 Hagaskóli 7. bekkur Ásdís Kalman
Fimmtudagur 15:00–16:20 Salaskóli Marie Persson
Fimmtudagur 15:45-17:05 Sjálandsskóli Helena Frederiksen

Vert er að taka fram að allir kennararnir bæta þessari kennslu ofan á fulllt starf í öðrum skólum og er þeim þakkað óeigingjarnt framlag til sænskukennslunnar.