Velkomin á vefsiðu Tungumálavers
Tungumálaverið er fagskrifstofa þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land. Þar fer fram staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur innan bæjar og utan.
Skráning fer fram á heimasíðunni en eingöngu heimaskóli nemendans sér um skráningu. Foreldrar barna sem uppfylla skilyrði um grunnkunnáttu eru beðnir um að hafa samband við stjórnendur í sínum skóla.

Fréttir


Skólar eru lokaðir fyrir utanaðkomandi gestum næstu tvær vikurnar
Staðnámið í 7. og 8. bekk mun þess vegna fara fram á netinu. Kennarar munu hafa samband við foreldra og nemendur varðandi fyrirkomulagið. Við metum síðan stöðuna eftir tvær vikur.

Staðkennslan hefst fyrir 7. og 8.bekk á höfuðborgarsvæðinu
í ár verður kennt á eftirfarandi stöðum: Sænska Helena Salaskóla Þriðjudagar 15:30-16:50 Erik Garðaskóla Þriðjudagar 15:30-16:50 Erik Hagaskóla Mánudagar 15:30-16:50 Erik Ártúnsskóla Miðvikudagar 16:00
Netnám
Netnám er ætlað nemendum í 9. og 10.b.
Námið er þemabundin kennsla á netinu og unnið er eftir íslenskri námsskrá fyrir grunnskóla.
Staðnám
Staðnám er ætlað nemendum í 7. og 8.b. Kennslustundir eru 80 mínútur á viku. Kennslan fer fram í ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Kennslan er skólum í Reykjavík að kostnaðarlausu.
Ráðgjöf
Markmiðið með ráðgjöfinni er að veita kennurum og leiðbeinendum á landsbyggðinni aðstoð við að halda uppi markvissri tungumálakennslu fyrir nemendur í 7. og 8.b.
Einhverjar spurningar?
-
411 7990
-
Hvassaleitisskóli
- Sjá kort
-
Opnunartímar: 09:00 - 15:00
-
tungumalaver@reykjavik.is.