Velkomin á vefsiðu Tungumálavers
Skólaárið er senn á enda
Tungumálaver sendir námsmat til skólanna 20. maí, það er skólunum sem sjá um að færa það inn í námsmatskerfi skólans. Kennsla mun halda áfram til loka þessa mánaðar, að rauðum dögum undanskildum.
Úr Kópavogsskóla í Garðaskóla
Norskukennsla fyrir hóp 1 hjá Arnhild Mølnvik þarf því miður að flytjast úr Kópavogsskóla í Garðaskóla út skólaárið. Mygla hefur fundist í Kópavogsskóla og því þarf að flytja kennsluna. Hópurinn mun hittast að venju alla þriðjudaga frá 15.30 til 16.50. Fyrsti tími á nýjum stað er þriðjudaginn 5. apríl. Kennari hittir ykkur fyrir utan aðalinnganginn og fer með ykkur í skólastofuna (202) svo mikilvægt er að mæta tímanlega.
Norskukennsla hefst í næstu viku
Norskukennsla fyrir 6., 7. og 8. bekk á Reykjavíkursvæðinu (Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður) hefst í næstu viku. Hópur 1: Nemendur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hittast í Kópavogsskóla á þriðjudögum klukkan 15.30-16.50 og kennsla hefst þriðjudaginn 31. ágúst.Hópur 2: Nemendur frá Mosfellsbæ og Reykjavík norður hittast í Ártúnsskóla á miðvikudögum klukkan 16.00-17.20 og kennsla hefst miðvikudaginn 1. september.Hópur 3: Nemendur frá Seltjarnarnesi og Reykjavík (nema Rvk norður) hittast í Hlíðaskóla á fimmtudögum klukkan 15.00-16.20 og kennsla hefst fimmtudaginn 2. september.Ef nemendur vilja skipta um hóp eru foreldrar beðnir um að hafa samband við Barbro í síma 8490894 eins fljótt og auðið er. Kennsla fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk + 6., 7. og 8. bekkur utan Rvk -svæðisins hefst einnig í næstu viku, nemendur munu fá tölvupóst með frekari upplýsingum um leið og tölvudeild hefur komið þeim inn í gskolar kerfið
Skráning nemenda fyrir skólaárið 2021-22
Nú erum við að taka við skráningum fyrir næsta skólaár. Við minnum á að aðeins skólar nemendanna geta skráð þá og að þeir eiga að gera það fyrir 15. júní. Skráningin er gerð í skráningarkerfinu okkar af tengiliðum skólans. Munið að uppfæra upplýsingarnar svo þær séu skráðar með réttum símanúmerum og tölvupósti.
Norska 10.bekk: LOKAPRÓF
Á tímabilinu 14. til 30. apríl fer lokaprófið í norsku fram í gegnum Google Meet. Nemendum er boðið á fundina og verða að búa sig undir að endursegja einn af þeim textum sem þeim hefur verið gefinn. Allar upplýsingar er að finna á þessari vefsíðu