Velkomin á vefsíðu Tungumálavers

Algengar spurningar
Hér finnur þú stutt svör við algengustu spurningunum sem fólk spyr okkur
Hvar er Tungumálaver?
Tungumálaverið er staðsett í Hvassaleitisskóla. Skrifstofa okkar er á annarri hæð við hlið Miðju máls og læsis og skrifstofu skólans
Previous
Next

Breyting á skipulagi

Tungumálaver heyrir frá áramótum 2023 undir Hvassaleitisskóla og er því í umsjón skólastjóra. Aðrar breytingar eru þær að Arnhild, sem hefur kennt norsku á höfuðborgarsvæðinu um árabil, hefur látið af störfum. Kennari það sem eftir er skólaárs í 7. og 8. bekk norsku er Guðborg Gná Jónsdóttir. Við þökkum Arnhildi innilega fyrir hennar vinnu og bjóðum Guðborgu Gná um leið velkomin.

LESA MEIRA »

Norskukennsla hefst í þessari viku

Nú erum við tilbúin að byrja! Kennarar eru þeir sömu og í fyrra:  Arnhild   (sími 8990405, netfang arnhildm@yahoo.no) er kennari nemenda í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Kennsla hefst í þessari viku, á sömu stöðum og tímum og í vor: Þriðjudaga í Garðaskóla frá 15:30 til 16:50 (nemendur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) Miðvikudaga í Ártúnsskóla frá 16.00 til 17.20 (nemendur úr Reykjavík nord og Mosfellsbæ) Fimmtudaga í Hlíðaskóla frá 15.00 til 16.20 (nemendur Rvk og Seltjarnarness) Barbro kennir öllum öðrum nemendum, þ.e. öllum nemendum í 5., 6., 9. og 10. + nemendum í 7. og 8. bekk utan höfuðborgarsvæðisins.  Öll kennsla fyrir nemendur Barbro fer fram í Google Classroom. Nemendur geta skráð sig inn með sama gskolar aðgangi og á síðasta skólaári og byrjað að sinna skólastarfi nú þegar. Ef nemendur eiga í vandræðum með að skrá sig inn verða þeir að hafa samband við Barbro. Nýnemum utan Reykjavíkurborgar verður sent notendanafn og lykilorð um leið og við fáum það frá upplýsingatæknisviði

LESA MEIRA »

Velkomin á nýtt skólaár 2022-23

Við fáum töluvert mikið af skráningum fyrstu vikuna eftir að skólinn byrjar, þannig að  ​​nemendur geta yfirleitt ekki byrjað að fullu fyrir fyrstu vikuna í september. Fyrstu vikurnar eru notaðar til að búa til notendur í kerfinu fyrir alla nemendur, ráða stundakennara eftir fjölda nemenda og velja kennslustaði eftir því hvar meirihluti nemenda býr, og auk þess tökum við viðtöl við nýja nemendur til að meta tungumálakunnáttu þeirra. Vonandi getum við upplýst um hvar og hvenær kennslan fer fram, og hverjir munu kenna hverjum hópi, í lok næstu viku. Við sendum upplýsingar til allra nemenda og foreldra um leið og við höfum yfirsýn.

LESA MEIRA »

Úr Kópavogsskóla í Garðaskóla

Norskukennsla fyrir hóp 1 hjá Arnhild Mølnvik þarf því miður að flytjast úr Kópavogsskóla í Garðaskóla út skólaárið.  Mygla hefur fundist í Kópavogsskóla og því þarf að flytja kennsluna. Hópurinn mun hittast að venju alla þriðjudaga frá 15.30 til 16.50. Fyrsti tími á nýjum stað er þriðjudaginn 5. apríl. Kennari hittir ykkur fyrir utan aðalinnganginn og fer með ykkur í skólastofuna (202) svo mikilvægt er að mæta tímanlega.

LESA MEIRA »

Norskukennsla hefst í næstu viku

Norskukennsla fyrir 6., 7. og 8. bekk á Reykjavíkursvæðinu (Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður) hefst í næstu viku. Hópur 1: Nemendur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hittast í Kópavogsskóla á þriðjudögum klukkan 15.30-16.50 og kennsla hefst þriðjudaginn 31. ágúst.Hópur 2: Nemendur frá Mosfellsbæ og Reykjavík norður hittast í Ártúnsskóla á miðvikudögum klukkan 16.00-17.20 og kennsla hefst miðvikudaginn 1. september.Hópur 3: Nemendur frá Seltjarnarnesi og Reykjavík (nema Rvk norður) hittast í Hlíðaskóla á fimmtudögum klukkan 15.00-16.20 og kennsla hefst fimmtudaginn 2. september.Ef nemendur vilja skipta um hóp eru foreldrar beðnir um að hafa samband við Barbro í síma 8490894 eins fljótt og auðið er. Kennsla fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk + 6., 7. og 8. bekkur utan Rvk -svæðisins hefst einnig í næstu viku, nemendur munu fá tölvupóst með frekari upplýsingum um leið og tölvudeild hefur komið þeim inn í gskolar kerfið

LESA MEIRA »