Breyting á skipulagi
Tungumálaver heyrir frá áramótum 2023 undir Hvassaleitisskóla og er því í umsjón skólastjóra. Aðrar breytingar eru þær að Arnhild, sem hefur kennt norsku á höfuðborgarsvæðinu um árabil, hefur látið af störfum. Kennari það sem eftir er skólaárs í 7. og 8. bekk norsku er Guðborg Gná Jónsdóttir. Við þökkum Arnhildi innilega fyrir hennar vinnu og bjóðum Guðborgu Gná um leið velkomin.