Breyting á skipulagi

Tungumálaver heyrir frá áramótum 2023 undir Hvassaleitisskóla og er því í umsjón skólastjóra. Aðrar breytingar eru þær að Arnhild, sem hefur kennt norsku á höfuðborgarsvæðinu um árabil, hefur látið af störfum. Kennari það sem eftir er skólaárs í 7. og 8. bekk norsku er Guðborg Gná Jónsdóttir. Við þökkum Arnhildi innilega fyrir hennar vinnu og bjóðum Guðborgu Gná um leið velkomin.

Velkomin á nýtt skólaár 2022-23

Við fáum töluvert mikið af skráningum fyrstu vikuna eftir að skólinn byrjar, þannig að  ​​nemendur geta yfirleitt ekki byrjað að fullu fyrir fyrstu vikuna í september. Fyrstu vikurnar eru notaðar til að búa til notendur í kerfinu fyrir alla nemendur, ráða stundakennara eftir fjölda nemenda og velja kennslustaði eftir því hvar meirihluti nemenda býr, og auk þess tökum við viðtöl við nýja nemendur til að meta tungumálakunnáttu þeirra. Vonandi getum við upplýst um hvar og hvenær kennslan fer fram, og hverjir munu kenna hverjum hópi, í lok næstu viku. Við sendum upplýsingar til allra nemenda og foreldra um leið og við höfum yfirsýn.