Breyting á skipulagi

Tungumálaver heyrir frá áramótum 2023 undir Hvassaleitisskóla og er því í umsjón skólastjóra. Aðrar breytingar eru þær að Arnhild, sem hefur kennt norsku á höfuðborgarsvæðinu um árabil, hefur látið af störfum. Kennari það sem eftir er skólaárs í 7. og 8. bekk norsku er Guðborg Gná Jónsdóttir. Við þökkum Arnhildi innilega fyrir hennar vinnu og bjóðum Guðborgu Gná um leið velkomin.

Úr Kópavogsskóla í Garðaskóla

Norskukennsla fyrir hóp 1 hjá Arnhild Mølnvik þarf því miður að flytjast úr Kópavogsskóla í Garðaskóla út skólaárið.  Mygla hefur fundist í Kópavogsskóla og því þarf að flytja kennsluna. Hópurinn mun hittast að venju alla þriðjudaga frá 15.30 til 16.50. Fyrsti tími á nýjum stað er þriðjudaginn 5. apríl. Kennari hittir ykkur fyrir utan aðalinnganginn og fer með ykkur í skólastofuna (202) svo mikilvægt er að mæta tímanlega.