Norskukennsla hefst í þessari viku

Nú erum við tilbúin að byrja! Kennarar eru þeir sömu og í fyrra:  Arnhild   (sími 8990405, netfang arnhildm@yahoo.no) er kennari nemenda í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Kennsla hefst í þessari viku, á sömu stöðum og tímum og í vor: Þriðjudaga í Garðaskóla frá 15:30 til 16:50 (nemendur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) Miðvikudaga í Ártúnsskóla frá 16.00 til 17.20 (nemendur úr Reykjavík nord og Mosfellsbæ) Fimmtudaga í Hlíðaskóla frá 15.00 til 16.20 (nemendur Rvk og Seltjarnarness) Barbro kennir öllum öðrum nemendum, þ.e. öllum nemendum í 5., 6., 9. og 10. + nemendum í 7. og 8. bekk utan …

Norskukennsla hefst í þessari viku Lesa meira »

Velkomin á nýtt skólaár 2022-23

Við fáum töluvert mikið af skráningum fyrstu vikuna eftir að skólinn byrjar, þannig að  ​​nemendur geta yfirleitt ekki byrjað að fullu fyrir fyrstu vikuna í september. Fyrstu vikurnar eru notaðar til að búa til notendur í kerfinu fyrir alla nemendur, ráða stundakennara eftir fjölda nemenda og velja kennslustaði eftir því hvar meirihluti nemenda býr, og auk þess tökum við viðtöl við nýja nemendur til að meta tungumálakunnáttu þeirra. Vonandi getum við upplýst um hvar og hvenær kennslan fer fram, og hverjir munu kenna hverjum hópi, í lok næstu viku. Við sendum upplýsingar til allra nemenda og foreldra um leið og við höfum yfirsýn.

Skráning nemenda fyrir skólaárið 2021-22

Nú erum við að taka við skráningum fyrir næsta skólaár. Við minnum á að aðeins skólar nemendanna geta skráð þá og að þeir eiga að gera það fyrir 15. júní. Skráningin er gerð í skráningarkerfinu okkar af tengiliðum skólans. Munið að uppfæra upplýsingarnar svo þær séu skráðar með réttum símanúmerum og tölvupósti.