“Annað erlenda tungumálið sem nemendur læra í grunnskóla er danska eða annað Norðurlandamál. Gert er ráð fyrir að danska sé alla jafna það norræna tungumál sem kennt er í skólum hér á landi en kennsla í norsku eða sænsku stendur til boða nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð. Kennslan kemur í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst í grunnskólanum. Góð kunnátta í einu norrænu tungumáli er lykill að hvaða svæði sem er á Norðurlöndunum og greiðir fyrir öllum samskiptum.”

Úr Aðalnámskrá

 

Kennslan í staðbundnu námi fer fram einu sinni í viku.

Stað- og tímasetningar breytast frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Staðbundin kennsla fer fram eftir klukkan 16:00. Kennslutíminn er alltaf 80 mínútur og er reiknað með að nemendurnir þurfi jafnframt að sinna heimanámi.
Þar sem þetta er staðbundið nám er mætingarskylda. Tilkynna skal veikindi og leyfi samdægurs.

  Nemendur sem eru að byrja í nórsku eða sænsku verða boðin í viðtal þar sem athugað verður hvort næg undirstöðukunnátta er til staðar fyrir þátttaka tíl að geta tileinkað sér kennslunni.  

Nemendur í
netnámi eiga að skila og leysa verkefni í hverri viku.  Það er gert ráð fyrir að nemendurnir verji um 150 mínútum á viku í að leysa verkefnin. Netnámið er skólaskylda og ef nemandinn ,,mætir ekki” í netnámið sitt (sýnir virkni, leysir verkefni) er það talið vera skróp og heimaskólinn verður látinn vita. 

Á hverju hausti er gefinn út námsvísir fyrir aðstandendur nemenda og tengiliði þeirra í heimaskóla og á hverju misseri eru birtar kennsluáætlanir fyrir hvern árgang.

As a new WordPress user, you should go to your dashboard to delete this page and create new pages for your content. Have fun!