Um námið
Skipulag
Þar sem kennarar Tungumálavers kenna nemendum úr mörgum skólum, fer hluta kennslunnar fram eftir hefðbundinn skólatíma, en auk þess stunda nemendur sitt nám í heimaskólanum á meðan bekkjarfélagar þeirra eru í dönsku. Þar sem nemendur hittast aðeins einu sinni í viku eða sjaldnar, leggur kennari fyrir verkefni sem nemendur vinna að í dönskutímum og/eða heima. Þannig er reynt að uppfylla þær tímakröfur sem grunnskólalög gera ráð fyrir.
Fyrir nemendur í 5. til 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnes) er staðbundin kennsla það tilboð sem við höfum. Í heimsfaraldrinum höfum við stundum þurft að færa kennsluna yfir á netið en undir venjulegum kringumstæðum þurfa þessir nemendur að mæta í venjulega kennslu. Staðbundin kennsla fer fram í mismunandi skólum og á mismunandi tímum eins og stundatöflur hvers tungumáls sýna. 5. og 6.bekk hittast eftir hefðbundinn skólatíma, tvo tíma í senn einu sinni í mánuði, eða eina kennslustund aðra hverja viku. 7. og 8. bekk mæta einu sinni í viku eftir hefðbundinn skólatíma, tvo kennslustundir í senn.
Fyrir nemendur í 5. til 8. bekk UTAN höfuðborgarsvæðisins erum við með eftirfarandi tilboð:
Pólska: ekkert tilboð
Sænska: ráðgjöf fyrir skóla
Norska: ráðgjöf fyrir skóla sem hafa hæfa kennara til að sjá um norskukennslu, eða fjarkennslu/netnám.
Fyrir nemendur í 9. og 10. bekk fer námið alfarið fram á netinu á hefðbundnum skólatíma, nema ef kennarinn boðar til bekkjarfunda á netinu, verða slíkir fundir að fara fram eftir venjulegan skólatíma í gegnum Google Meet (eða sambærilegan samskiptavettvang) .
Vinnuálag
Ætlast er til að nemendur vinni jafn mikið með efnið og samnemendur þeirra vinna með dönsku.Þar sem það er mismunandi eftir skólum hvernig tímarnir dreifast á milli bekkja er gert ráð fyrir að nemendur í Tungumálaveri þurfi að vinna með viðfangsefnið í
- 40- 80 mínútur í hverri viku í 5. og 6. bekk
- 80- 120 mínútur í hverri viku í 7. og 8. bekk
- 120-160 mínútur í hverri viku í 9. og 10.bekk
Ástundun
Skyldumæting er í alla tíma þó kennslan fari fram að hefðbundinni kennslu lokinni. Í fjarnámi telst það til mætingar að nemandi skrái sig inn og vinni verkefnin í hverri viku. Tilkynna skal veikindi og leyfi til kennarans samdægurs. Auk þess er mikilvægt að foreldrar og/eða skóla lætur kennara vita ef upp koma sérstakir atburðir eða aðstæður sem hafa áhrif á getu nemandans til þátttöku í kennslunni.
Skyldunám eða valgrein?
Nemendur getur valið að taka norsku/sænsku í staðinn fyrir dönsku, en það er ekki valgrein heldur skyldunám. Ef þú tekur ekki dönsku, verður þú að taka norsku eða sænsku, og öfugt. Nemendur stunda sitt nám í heimaskólanum á meðan bekkjarfélagar þeirra eru í dönsku.
Pólska er valgrein en þar sem nám í pólsku veitir þeim undanþágu frá dönskukennslu, vinna flestir nemendur að verkefnum sínum þegar danska er á stundatöflunni.