Norska

Utsikt fra Hinnsteinen sør for Harstad på Hinnøya / Útsýni frá fjallinu Hinnsteinen suður af Harstad á eyjunni Hinnøya,  © Barbro Lundberg

Meginreglan er sú að nemendur byrja í norsku þegar bekkjarfélagar þeirra byrja í dönsku. Þetta þýðir að flestir byrja í 7. bekk, sumir í 6. bekk og mjög fáir í fimmta bekk. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir að verja dönskutímunum í að leysa verkefni í norsku. Námið í norsku er skólaskylda og miðar að því að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi,  nemandinn þarf að mæta og sýna virkni og heimaskólinn verður látinn vita ef svo er ekki. 

5.bekk: Nemendur um allt land og 6.bekk utan höfuðborgarsvæðisins

ráðgjöf 

Nemendur í skóla sem hefja dönskukennsla í 5. eða 6.bekk fá kennslu í sínum skóla með ráðgjöf frá Tungumálaveri. 

6.bekk á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnes)  

Staðbundið nám

Nemendur hittast einu sinni í mánuði í Hvassaletisskóla frá 15.30 til 16.50. Þeir fá verkefni  sem þeir munu vinna með í skólanum hinar vikurnar (þegar hinir í bekknum eru í dönsku). Þar sem við hittumst bara einu sinni í mánuði er mjög mikilvægt að setja þessa tíma í forgang, jafnvel þótt það gæti þýtt að þið missið af æfingum eða einhverju öðru í þessi fá skipti.

7.og 8.bekk utan höfuðborgarsvæðisins

Fjarkennsla/netnám í Google Classroom

Námið fer alfarið fram á netinu í gegnum kennslusvefurinn Google Classroom  þar sem allir nemendur fá Google notendanafn sem endar á @gskolar.is, og lykilorð til að skrá sig inn. Gert er ráð fyrir að þessir nemendur skrá sig inn og vinna í Google Classroom í hvert skipti sem bekkurinn þeirra er í dönskutímum. Að auki eiga þeir að taka þátt í Google Meet  stöku sinnum.

7.og 8.bekk á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnes)  

Staðbundið nám

Norskukennslan fer fram einu sinni  í viku í staðbundnu námi. Stað- og tímasetningar breytast  frá ári til árs allt eftir búsetu og nemendafjölda. Staðbundin kennsla fer fram eftir klukkan 15:30. Kennslutíminn er alltaf 80 mínútur og er reiknað með að nemendurnir þurfi jafnframt að sinna heimanámi. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir að verja um 120 mínútum á viku í að leysa verkefni í norsku.

Þar sem þetta er staðbundið nám er mætingarskylda. Ef nemandinn kemst ekki vegna veikinda þurfa foreldrar/ forráðamenn láta norskukennarinn vita samdægurs.

9. og 10. bekk um allt land

Fjarkennsla/netnám í Google Classroom

Námið fer alfarið fram á netinu í gegnum kennslusvefurinn Google Classroom  þar sem allir nemendur fá Google notendanafn sem endar á @gskolar.is, og lykilorð til að skrá sig inn. Nemendur í Reykjavík nota sína reikninga í @gskolar.is. 

Gert er ráð fyrir að þessir nemendur skrá sig inn og vinna í Google Classroom í hvert skipti sem bekkurinn þeirra er í dönskutímum. Að auki eiga þeir að taka þátt í Google Meet  stöku sinnum.  Nemendur í netnámi þurfa að skila og leysa verkefni í hverri viku og þurfa að gera ráð fyrir að verja um 160 mínútum á viku í að sinna norskunámið sitt .

 

Norska 2023- 2024

Dagný Helga Ísleifsdóttir hefur verið ráðin sem kennari í norsku í netnámið fyrir 9. og 10. bekk. Netfangið hennar er: dagny.helga.isleifsdottir@rvkskolar.is og hún er í síma: 411 7992

John Åge Homleid hefur verið ráðinn sem kennari  fyrir 7. og 8. bekk. Netfangið hans er:  john.aage.homleid@rvkskolar.is

HAFA SAMBAND
TUNGUMÁLAVER Stóragerði 17, 108 Rvk