Arnhild kemur tilbaka en kennslan mun samt vera áfram á netinu.
Að okkar mati er einfaldast að halda áfram með netkennslu það sem eftir er af önninni, þar sem það eru einungis fjórar vikur eftir. Skipulagið er sem fyrr: að skrá sig inn í Moodle vikulega og klára verkefnin þar, og auk þess að taka þátt í einum fundi á netinu. Hafið samband við Barbro, s.8490894, ef þið getið ekki skráð ykkur inn.
Þar sem skólahald hefst aftur 4. maí þurfum við að hittast á netinu eftir skólatíma, þess vegna eiga allir að mæta á sama tíma sem fyrir Covid-19, en við hittumst á netinu og ekki í skólunum:
Nemendur í hópnum í Kópavogsskóla mæta klukkan 15.30 á þriðjudögum
Nemendur í hópnum í Ártúnsskóla mæta klukkan 15.30 á miðvikudögum. Ath! Ný tímasetning!
Nemendur í hópnum í Hlíðaskóla mæta klukkan 15.00 á fimmtudögum
Allir þurfa webcam og míkrófón, líka er hægt að nota síma eða spjaldtölvu. Slóðir að fundum munu liggja á Moodle.
Arnhild og Gná munu svo saman sjá um loka námsmat sem skólarnir fá sent í maílok.