Norskukennsla hefst í þessari viku

Nú erum við tilbúin að byrja! Kennarar eru þeir sömu og í fyrra: 

Arnhild   (sími 8990405, netfang arnhildm@yahoo.no) er kennari nemenda í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Kennsla hefst í þessari viku, á sömu stöðum og tímum og í vor:

  • Þriðjudaga í Garðaskóla frá 15:30 til 16:50 (nemendur úr Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði)
  • Miðvikudaga í Ártúnsskóla frá 16.00 til 17.20 (nemendur úr Reykjavík nord og Mosfellsbæ)
  • Fimmtudaga í Hlíðaskóla frá 15.00 til 16.20 (nemendur Rvk og Seltjarnarness)

Barbro kennir öllum öðrum nemendum, þ.e. öllum nemendum í 5., 6., 9. og 10. + nemendum í 7. og 8. bekk utan höfuðborgarsvæðisins.  Öll kennsla fyrir nemendur Barbro fer fram í Google Classroom. Nemendur geta skráð sig inn með sama gskolar aðgangi og á síðasta skólaári og byrjað að sinna skólastarfi nú þegar. Ef nemendur eiga í vandræðum með að skrá sig inn verða þeir að hafa samband við Barbro. Nýnemum utan Reykjavíkurborgar verður sent notendanafn og lykilorð um leið og við fáum það frá upplýsingatæknisviði

Scroll to Top