Velkomin á vefsiðu Tungumálavers

Algengar spurningar
Hér finnur þú stutt svör við algengustu spurningunum sem fólk spyr okkur
Hvar er Tungumálaver?
Tungumálaverið er staðsett í Hvassaleitisskóla. Skrifstofa okkar er á annarri hæð við hlið Miðju máls og læsis og skrifstofu skólans
Previous
Next

Covid-19: Staðnám frá 4.maí

Nú höfum við fengið upplýsingar um að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti eftir 4. maí https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/ Staðanám Tungumálavers mun því hefjast að nýju úti í skólum í flestum hópum. Enn munu fáeinir hópar verða í fjarsamskiptum út maímánuð. Hver kennari mun senda ykkur upplýsingar um þá leið sem farin verður í þeim hópi sem barnið þitt er í. Við minnum auðvitað á góðan handþvott, sótthreinsun og að fjarlægðarmörk séu virt ef þess er óskað. Nemendur eru beðnir um að mæta ekki í tíma ef þeir eru veikir s.s. með hósta, kvef, hálsbólgu eða hita.   Otrzymaliśmy informację, że z dniem 4 maja możemy wrócić do normałnego trybu pracy. Link info https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/ Kursy stacjonarne w szkołach rozpoczną się więc na nowo dla większości grup. NIektóre klasy będą dalej prowadzone w trybie online do końca maja.  Szczegółowe informacje w sprawie organizacji będą wysłane do Państwa  przez nauczyciela odpowiedniej  grupy. Jednocześnie prosimy o przypomnienie młodzieży o zachowaniu higieny , częstym myciu rąk, używaniu płynów dezynfekujących i stosowaniu zasady  zachowaniu koniecznej odległości.  Uprasza się o niewysylanie do szkoły ucznia jeśli ma objawy kaszlu, kichania, bólu gradła czy gorączkę. 

LESA MEIRA »

Norska fyrir 7. og 8.bekk maí 2020

Arnhild kemur tilbaka en kennslan mun samt vera áfram á netinu. Að okkar mati er einfaldast að halda áfram með netkennslu það sem eftir er af önninni, þar sem það eru einungis fjórar vikur eftir. Skipulagið er sem fyrr: að skrá sig inn í Moodle vikulega og klára verkefnin þar, og auk þess að taka þátt í einum fundi á netinu. Hafið samband við Barbro, s.8490894, ef þið getið ekki skráð ykkur inn. Þar sem skólahald hefst aftur 4. maí þurfum við að hittast á netinu eftir skólatíma, þess vegna eiga allir að mæta á sama tíma sem fyrir Covid-19, en við hittumst á netinu og ekki í skólunum: Nemendur í hópnum í Kópavogsskóla mæta klukkan 15.30 á þriðjudögum Nemendur í hópnum í Ártúnsskóla mæta klukkan 15.30 á miðvikudögum. Ath! Ný tímasetning! Nemendur í hópnum í Hlíðaskóla mæta klukkan 15.00 á fimmtudögum Allir þurfa webcam og míkrófón, líka er hægt að nota síma eða spjaldtölvu. Slóðir að fundum munu liggja á Moodle. Arnhild og Gná munu svo saman sjá um loka námsmat sem skólarnir fá sent í maílok.

LESA MEIRA »
Scroll to Top