Velkomin á vefsíðu Tungumálavers

Algengar spurningar
Hér finnur þú stutt svör við algengustu spurningunum sem fólk spyr okkur
Hvar er Tungumálaver?
Tungumálaverið er staðsett í Hvassaleitisskóla. Skrifstofa okkar er á annarri hæð við hlið Miðju máls og læsis og skrifstofu skólans
Previous
Next

Verið velkomin á nýtt skólaár!

Verið velkomin á nýtt skólaár, 2020 -2021 í Tungumálaveri! Í þessari vikum erum við á kafi að vinna við nýskráningar og afla okkur upplýsinga nemendur og skóla ásamt því að undirbúa kennsluáætlanir, námsefni og fleira. Verkefnastjórar viðkomandi námsgreina (sænsku, pólsku og norsku) munum hafa samband við skóla og nemendur með nauðsynlegar upplýsingar í þessari og næstu viku. Miðað er við að kennsla verði frá og með mánudeginum 7. september. Til að kanna undirstöðukunnáttu nemenda í tungumálinu sem þeir eru skráðir í, munu verkefnastjórarnir taka viðtöl við nýja nemendur á næstunni. Viðtölin munu að mestu fara fram á netinu. Við minnum á að heimaskólar nemenda verða að sjá um að skrá sína nemendur hjá okkur þannig að ef þú telur að barnið þitt eigi að taka norsku eða sænsku í stað dönsku þá verður þú að tala við skólann og biðja um að barnið verði skráð hjá okkur.

LESA MEIRA »

Skráning er hafin fyrir skólaárið 2020-21

Skráning eru hafin fyrir næsta skólaár 2020 – 2021. Skólarnir eru nú þegar búnir að skrá nemendur sem voru í kennslu hjá okkur í vetur.  Foreldrar barna sem uppfylla skilyrði um grunnkunnáttu eru beðnir um að hafa samband við stjórnendur í sínum skóla.  Áætlað er að kennslan hefjist í fyrstu viku septembermánaðar þegar allar skráningar eru komnar og þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir um hvar staðbundin kennsla mun fara fram.  

LESA MEIRA »

Covid-19: Staðnám frá 4.maí

Nú höfum við fengið upplýsingar um að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti eftir 4. maí https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/ Staðanám Tungumálavers mun því hefjast að nýju úti í skólum í flestum hópum. Enn munu fáeinir hópar verða í fjarsamskiptum út maímánuð. Hver kennari mun senda ykkur upplýsingar um þá leið sem farin verður í þeim hópi sem barnið þitt er í. Við minnum auðvitað á góðan handþvott, sótthreinsun og að fjarlægðarmörk séu virt ef þess er óskað. Nemendur eru beðnir um að mæta ekki í tíma ef þeir eru veikir s.s. með hósta, kvef, hálsbólgu eða hita.   Otrzymaliśmy informację, że z dniem 4 maja możemy wrócić do normałnego trybu pracy. Link info https://www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/spurt-og-svarad-skolastarf-a-neydarstigi-almannavarna/ Kursy stacjonarne w szkołach rozpoczną się więc na nowo dla większości grup. NIektóre klasy będą dalej prowadzone w trybie online do końca maja.  Szczegółowe informacje w sprawie organizacji będą wysłane do Państwa  przez nauczyciela odpowiedniej  grupy. Jednocześnie prosimy o przypomnienie młodzieży o zachowaniu higieny , częstym myciu rąk, używaniu płynów dezynfekujących i stosowaniu zasady  zachowaniu koniecznej odległości.  Uprasza się o niewysylanie do szkoły ucznia jeśli ma objawy kaszlu, kichania, bólu gradła czy gorączkę. 

LESA MEIRA »

Norska fyrir 7. og 8.bekk maí 2020

Arnhild kemur tilbaka en kennslan mun samt vera áfram á netinu. Að okkar mati er einfaldast að halda áfram með netkennslu það sem eftir er af önninni, þar sem það eru einungis fjórar vikur eftir. Skipulagið er sem fyrr: að skrá sig inn í Moodle vikulega og klára verkefnin þar, og auk þess að taka þátt í einum fundi á netinu. Hafið samband við Barbro, s.8490894, ef þið getið ekki skráð ykkur inn. Þar sem skólahald hefst aftur 4. maí þurfum við að hittast á netinu eftir skólatíma, þess vegna eiga allir að mæta á sama tíma sem fyrir Covid-19, en við hittumst á netinu og ekki í skólunum: Nemendur í hópnum í Kópavogsskóla mæta klukkan 15.30 á þriðjudögum Nemendur í hópnum í Ártúnsskóla mæta klukkan 15.30 á miðvikudögum. Ath! Ný tímasetning! Nemendur í hópnum í Hlíðaskóla mæta klukkan 15.00 á fimmtudögum Allir þurfa webcam og míkrófón, líka er hægt að nota síma eða spjaldtölvu. Slóðir að fundum munu liggja á Moodle. Arnhild og Gná munu svo saman sjá um loka námsmat sem skólarnir fá sent í maílok.

LESA MEIRA »