Um Tungumálaver almennt
Tungumálaver býður upp á fjarnám (netnám), staðkennslu (staðnám) og ráðgjöf fyrir skóla um allt land, og fjar- og staðkennsla í pólsku fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar. Í Tungumálaveri er unnið eftir Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta og kafla 20. Pólska er kennd samkvæmt pólskri námskrá fyrir nemendur sem stunda nám erlendis en einnig er farið eftir Aðalnámskrá grunnskóla.
Fjarnám (netnám) er aðalega ætlað nemendum í 9. og 10. bekk.
Staðnám í norsku, pólsku og sænsku er fyrir nemendur á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnes). Þessi kennsla er fyrir nemendur í þeim bekk þar sem skólinn byrjar með dönskukennslu, þ.e oftast í 7. bekk. Staðkennsla fer fram á mismunandi stöðum og dögum. Nemendunum er raðað í hópa eftir búsetu en ef kennslutíminn stangast á við til dæmis æfingar þeirra, geta foreldrar haft samband við verkefnastjóra viðkomandi tungumáls og beðið um að skipta um hóp ef það er pláss (við viljum helst ekki fleira en 20 nemendur í hverjum hópi).
Undirstöðukunnáttu er krafist af nemendum í Tungumálaveri. Þeir þurfa að skilja allvel talaða norsku, sænsku eða pólsku, geta lesið og skilið norska, pólska, sænska texta sem hæfa aldurshópi þeirra og geta gert sig skiljanlega á talaðri norsku, pólsku eða sænsku.
Tilgangur og markmið Tungumálavers
- Að nota kennsluhætti er stuðla að einstaklingsmiðuðu námi og nemendasjálfstæði í tungumálum
- Að búa nemendum námsaðstæður einstaklingsmiðaðs náms
- Að efla sjálfstæði nemenda með því að leggja áherslu á markmiðsbundna kennsluhætti og námsmat
- Að viðhalda og styrkja tengsl við tungumál, land og þjóð.
Starfsmenn Tungumálavers
Í Tungumálaveri starfa færir kennarar í tungumálunum þremur og verkefnastjórar fyrir hvert þeirra. Frá og með áramótum 2023 heyrir Tungumálaver undir Hvassaleitisskóla og er því í umsjón skólastjóra.
Staðsetning Tungumálavers
Norska
- Staðbundin kennsla fyrir nemendur í 7.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
- Kennsluráðgjöf fyrir nemendur í 7.- 8. bekk utan höfuðborgarsvæðisins
- Netnám fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.
Sænska
- Staðbundin kennsla fyrir nemendur í 7.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
- Kennsluráðgjöf fyrir nemendur í 7. og 8. bekk utan höfuðborgarsvæðisins
- Netnám fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.
Pólska
- staðbundna kennslu fyrir 7. og 8. bekk í Reykjavík
netnám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Reykjavík