Góð kunnátta í einu norrænu tungumáli er lykill að hvaða svæði sem er á Norðurlöndunum og greiðir fyrir öllum samskiptum.

Um Tungumálaver almennt

Tungumálaver býður upp á fjarnám (netnám), staðkennslu (staðnám) og ráðgjöf fyrir skóla um allt land, og fjar- og staðkennsla í pólsku fyrir grunnskóla ReykjavíkurborgarÍ Tungumálaveri er unnið eftir Aðalnámskrá grunnskóla, almennum hluta og kafla 20. Pólska er kennd samkvæmt pólskri námskrá fyrir nemendur sem stunda nám erlendis en einnig er farið eftir Aðalnámskrá grunnskóla.

Fjarnám (netnám) er aðalega ætlað nemendum í 9. og 10. bekk.

Staðnám í norsku, pólsku og sænsku er fyrir nemendur á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnes). Þessi kennsla er fyrir nemendur í þeim bekk þar sem skólinn byrjar með dönskukennslu, þ.e oftast í 7. bekk. Staðkennsla fer fram á mismunandi stöðum og dögum. Nemendunum er raðað í hópa eftir búsetu en ef kennslutíminn stangast á við til dæmis æfingar þeirra, geta foreldrar haft samband við verkefnastjóra viðkomandi tungumáls og beðið um að skipta um hóp ef það er pláss (við viljum helst ekki fleira en 20 nemendur í hverjum hópi).

Undirstöðukunnáttu er krafist af nemendum í Tungumálaveri. Þeir þurfa að skilja allvel talaða norsku, sænsku eða pólsku, geta lesið og skilið norska, pólska, sænska texta sem hæfa aldurshópi þeirra og geta gert sig skiljanlega á talaðri norsku, pólsku eða sænsku.

Tilgangur og markmið Tungumálavers 

  • Að nota kennsluhætti er stuðla að einstaklingsmiðuðu námi og nemendasjálfstæði í tungumálum 
  • Að búa nemendum námsaðstæður einstaklingsmiðaðs náms  
  • Að efla sjálfstæði nemenda með því að leggja áherslu á markmiðsbundna kennsluhætti og námsmat
  • Að viðhalda og styrkja tengsl við tungumál, land og þjóð.

 

að viðhalda og styrkja tengslin við þjóðirnar 
að nemendur öðlist skilning á skyldleika norrænu tungumálanna
læri að greina hvað einkennir hvert tungumál
geti skilið og tjáð skoðun sína
 
 
 
Megintilgangur tungumálanáms er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Námið á að leiða til þess að nemendur öðlist hæfni til að tileinka sér inntak í töluðu og rituðu máli af ólíkum toga og hæfni til að meta og hagnýta sér þá þekkingu sem aflað er. Þeir eiga að fá tækifæri til að tengja inntak námsins eigin reynslu, aðstæðum og áhugamálum. Í tungumálanámi eiga nemendur að öðlast leikni í að beita málinu hnökralítið í frásögnum og samskiptum, þannig að það hæfi tilgangi, aðstæðum og viðtakanda hverju sinni. Námið á að veita nemendum tækifæri til að nota málið á skapandi hátt í ræðu og riti.
Tungumálanám á að veita nemendum tækifæri til að rækta með sér skilning á ólíkum lífskjörum og tilfinningu fyrir félagslegum og menningarlegum aðstæðum hjá öðrum þjóðum. Námið á að stuðla að því að nemendur sjái sig sem hluta af og jafnoka í alþjóðasamfélagi og auka vitund þeirra um þau tækifæri sem felast í því að hafa vald á erlendum tungumálum.
Í tungumálanáminu eiga nemendur að tileinka sér vinnubrögð og aðferðir sem auðvelt er að yfirfæra á nám í öðrum tungumálum og verða þeim veganesti út í lífið. Nemendur eiga að fá þjálfun í að vinna saman að úrlausn verkefna og temja sér gagnrýna notkun margs konar hjálparmiðla. Námið þarf að miða að því að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi, þeir setji sér markmið, ígrundi og meti eigin námsframvindu og greini þar með veikar og sterkar hliðar sínar. Þannig má örva trú nemenda á eigin getu og efla þroska þeirra og sjálfsmynd.

Starfsmenn Tungumálavers

Í Tungumálaveri starfa færir kennarar í tungumálunum þremur og verkefnastjórar fyrir hvert þeirra. Frá og með áramótum 2023 heyrir Tungumálaver undir Hvassaleitisskóla  og er því í umsjón skólastjóra.

Staðsetning Tungumálavers

Norska

  • Staðbundin kennsla  fyrir nemendur í  7.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
  • Kennsluráðgjöf  fyrir nemendur í 7.- 8. bekk  utan höfuðborgarsvæðisins
  • Netnám  fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.

Sænska

  • Staðbundin kennsla fyrir nemendur í  7.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
  • Kennsluráðgjöf  fyrir nemendur í 7. og 8. bekk  utan höfuðborgarsvæðisins
  • Netnám  fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.

Pólska

  • staðbundna kennslu fyrir 7. og 8. bekk í Reykjavík
  • netnám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Reykjavík