Um Tungumálaver

Tungumálaver býður upp á ráðgjöf og kennslu í norsku og sænsku fyrir grunnskóla um allt land, og kennsla í  pólsku fyrir grunnskóla í Reykjavík. Námið miðar að því að nemendur læri að bera ábyrgð á eigin námi. 

Staðsetning

Tungumálaverið er staðsett í Hvassaleitisskóla og er hluti af Miðju máls og læsis

Norska

  • dreifinám  fyrir nemendur í  6.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
  • netnám  fyrir nemendur í 6.- 8. bekk  utan höfuðborgarsvæðisins
  • netnám  fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.

Sænska

  • staðbundna kennsla fyrir nemendur í  6.-8. bekk í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu
  • ráðgjöf  fyrir nemendur í 7. og 8. bekk  utan höfuðborgarsvæðisins
  • netnám  fyrir nemendur í 9. og 10.bekk fyrir landið allt.

Pólska

  • staðbundna kennslu fyrir 7. og 8. bekk í Reykjavík
  • netnám fyrir nemendur í 9. og 10. bekk í Reykjavík

Staðbundin kennsla/staðnám

Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku er fyrir nemendur í 7. og 8. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Staðnám fer fram í norsku, sænsku og pólsku í tveimur kennslustundum á viku í hverju tungumáli.

Netnám

Boðið er upp á netnám í norsku, sænsku og pólsku fyrir nemendur innan bæjar og utan. Netnám er aðalega ætlað nemendum í 9. og 10. bekk, en er líka í boði í norsku fyrir 6.- 8. bekk  utan höfuðborgarsvæðisins.

Í norsku- og pólskunámið er notað Google Classroom, en sænskan notar Moodle

 

Markmið

Að  stuðla að einstaklingsmiðuðu námi og nemendasjálfstæði í tungumálum með aðstoð tæknimiðla. 

Að  viðhalda og þjálfa nemendurnir í alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri.

Að efla sjálfstæði nemenda með því að leggja áherslu á markmiðsbundna kennsluhætti.

STARFSFÓLK