Verið velkomin á nýtt skólaár!

Verið velkomin á nýtt skólaár, 2020 -2021 í Tungumálaveri!

Í þessari vikum erum við á kafi að vinna við nýskráningar og afla okkur upplýsinga nemendur og skóla ásamt því að undirbúa kennsluáætlanir, námsefni og fleira.

Verkefnastjórar viðkomandi námsgreina (sænsku, pólsku og norsku) munum hafa samband við skóla og nemendur með nauðsynlegar upplýsingar í þessari og næstu viku. Miðað er við að kennsla verði frá og með mánudeginum 7. september.

Til að kanna undirstöðukunnáttu nemenda í tungumálinu sem þeir eru skráðir í, munu verkefnastjórarnir taka viðtöl við nýja nemendur á næstunni. Viðtölin munu að mestu fara fram á netinu.

Við minnum á að heimaskólar nemenda verða að sjá um að skrá sína nemendur hjá okkur þannig að ef þú telur að barnið þitt eigi að taka norsku eða sænsku í stað dönsku þá verður þú að tala við skólann og biðja um að barnið verði skráð hjá okkur.